Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð undirgangna á Hafravatnsvegi í þéttbýli Mosfellsbæjar, úr samsettu plöturæsi, ásamt gerð aðliggjandi stíga og færslum og breytingum á lögnum, einnig gerð ýmissa bráðabirgðaleiða vegna framkvæmdarinnar.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar.
Helstu magntölur eru:
- Skeringar 4.300 m3
- Lögn stálræsis 20 m
- Ýmist aðkeyrt efni 3.000 m3
- Malbik 850 m2
- Ýmsar lagnir (ásamt jarðvinnu) 420 m
- Brunnar 9 stk.
- Svelgir 4 stk.
- Túnþökur 550 m2
- Vegrið 140 m
Verklok eru 1. nóvember 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 29. júní 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. júlí 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.