Home Fréttir Í fréttum Nýtt 2000 manna íbúðarhverfi mun rísa í Vogum á næstu 10 árum

Nýtt 2000 manna íbúðarhverfi mun rísa í Vogum á næstu 10 árum

260
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson / vb.is

Nýtt 2000 manna íbúðarhverfi mun rísa í Vogum á næstu 10 árum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Fyrsta skóflustungan var tekin síðastliðinn föstudag af forstöðumönnum Grænubyggðar og forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Samtals er gert ráð fyrir 800 íbúðum í hverfinu ásamt nýjum leik- og grunnskóla.

<>

„Þetta er auðvitað fagnaðarefni fyrir sveitarfélagið og svæðið allt. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í sveitarfélaginu.

Við tryggjum að uppbyggingin á svæðinu gerist í hægum og öruggum skrefum með því að dreifa framkvæmdum yfir 10 ára tímabil,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.

Aðaláhersla verður lögð á lítil sérbýli sem byggð verða á fjölskylduvænu svæði í rólegu umhverfi við sjávarsíðuna.

Nýja hverfið er einnig tengt núverandi byggð og því stutt í alla þjónustu. Einnig er stutt í tvo helstu atvinnukjarna landsins, höfuðborgarsvæðið og Keflavíkuflugvöll.

„Sífellt fleiri hafa samband við okkur sem sýna því áhuga á að flytja í sveitarfélagið. Það tekur innan við 20 mínutur að keyra frá Vogum í miðbæ Reykjavíkur.

Með breikkun Reykjanesbrautarinnar og auknum almenningssamgöngum í formi Borgarlínu verður sífellt auðveldara að sækja vinnu í bæinn eða til flugvallarins í Keflavík,“ segir Ásgeir.

Hægt er að kynna sér hverfið með því að fara inn á graenabyggd.is.

Heimild: Vb.is