Home Fréttir Í fréttum Bjarg íbúðafélag byggir í Þorlákshöfn

Bjarg íbúðafélag byggir í Þorlákshöfn

314
0
Mynd: Hafnarfréttir

Núna þessa daganna er verið að raða upp húseiningum við Sambyggð 14B hér í Þorlákshöfn.

<>

Um er að ræða vandaðar húseiningar sem eru byggðar á Selfossi hjá SG húsum og fluttar til Þorlákshafnar þar sem þeim er raðað saman eins og legókubbum.

Það má segja að hér sé um að ræða nýsköpun í byggingarformi á Íslandi, en áður hefur Bjarg íbúðafélag látið reisa fyrir sig þrjú, tveggja hæða fjölbýlishús á Akranesi með sama fyrirkomulagi en þau hús voru smíðuð í Lettlandi.

Í því húsi sem nú er að rísa, eru alls 12 íbúðir. Studió, tveggja herbergja, þriggja herbergja og fjögurra herbergja íbúðir og er búið að úthluta flestum þeirra. Einungis eru tvær
tveggja herbergja íbúðir eftir.

Leiguverðið á þessum íbúðum er mjög lágt, en það ákvarðast af byggingarkostnaði, sem er mjög hagstæður á þessu byggingarformi.

Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar 1. október næstkomandi.

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.

Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni
fyrirmynd, „Almene boliger“.

Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma.

Heimild: Hafnarfrettir.is