Home Fréttir Í fréttum Síðasta sprengingin fyrir nýjum meðferðarkjarna

Síðasta sprengingin fyrir nýjum meðferðarkjarna

264
0
Skjáskot af Rúv.is
Sprengingum í grunni meðferðarkjarna nýs Landspítala lauk í morgun. Meðferðarkjarninn verður stærsta bygging nýja spítalans; 70 þúsund fermetrar og átta hæðir þar af allt að þrjár neðanjarðar.

Meðferðarkjarni nýs Landspítala verður tilbúinn 2026 og er ein flóknasta byggingaframkvæmd Íslandssögunnar segir heilbrigðisráðherra.

<>

Ómar Kristjánsson sprengitæknir hjá Íslenskum aðalverktökum hefur áratugareynslu af sprengingum en hann byrjaði að sprengja 1979. Honum fannst sprengjan í morgun ekki vera neitt neitt enda bara 200 rúmmetrar sprengdir.

Þegar allt hafi verið á fullum gangi í grunninum hafi verið sprengt fyrir tvö til þrjú þúsund rúmmetrum í einu. Ómar útbjó sprengigikkinn fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra svo hún gæti sprengt síðustu sprengjuna.

„Það er töluvert eftir og við erum að tala um alveg næstu ár þar sem verður uppbygging á næstu árum og mun gjörbreyta í raun og veru aðstöðu íslenska heilbrigðiskerfisins.

En þetta er auðvitað alveg gríðarlega stór bygging enda er þetta flóknasta byggingaframkvæmd Íslandssögunnar sem að við erum að sjá hérna rísa upp úr jörðinni,“ segir Svandís.

Grunnurinn er feiknastór um 200 metrar að lengd og 90 til 100 metrar á breidd, svona álíka og tveir fótboltavellir. Búið er að gera nokkur undirgöng sem eiga að liggja að hinum ýmsu byggingum spítalans og fleiri á eftir að gera.

Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmda hjá Nýjum Landspítala segir að þegar hafi verið ekið með 380 þúsund rúmmetra af efni í burtu og hafi það mest farið í landfyllingu í Laugarnesi:

„Þetta eru um 25 þúsund ferðir af efni sem búið er að keyra í burtu.“

Þessi síðasta sprengja hvað ætli það séu margar ferðir á flutningabílum?

„Ætli það séu ekki svona 100 ferðir kannski. Það er ekki meira en það,“ segir Ásbjörn.

Heimild: Ruv.is