Home Fréttir Í fréttum Ný bygging menntavísindasviðs HÍ í Vatnsmýri

Ný bygging menntavísindasviðs HÍ í Vatnsmýri

210
0
Mynd: 360° vefur - Ja.is
Ný bygging Háskóla Íslands fyrir menntavísindasvið á að rísa í Vatnsmýri innan fjögurra ára.
Hann á að efla kennaramenntun og menntavísindi og er liður í að sameina starfsemi Háskóla Íslands á einum stað

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifuðu í morgun undir viljayfirlýsingu um þetta og á hið nýja hús að rísa á aðalsvæði háskólans í Vatnsmýri og verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs.

<>

Í viljayfirlýsingunni segir meðal annars að höfuðmarkmið nýbyggingar fyrir sviðið sé að efla kennaramenntun og menntavísindi við Háskóla Íslands og styrkja verulega tengsl menntavísindasvið við önnur fræðisvið.

Núverandi húsnæði sviðsins henti ekki vel nútímalegum náms- og kennsluháttum, mikil og ör þróun, tæknivæðing og aukin áhersla sé á rafræna kennsluhætti sem kalli á sveigjanlegt námsumhverfi.

Þá er bygging hússins liður  í stefnu skólans um að sameina háskólann á einum stað, sem sé lykilþáttur í að styrkja námssamfélag nemenda í menntavísindum.

Menntavísindasvið er nú til húsa í Stakkahlíð, í byggingu gamla Kennaraháskólans.

Heimild: Ruv.is