Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Gatnagerð á Suðureyri, 1. áfangi, Túngata og bílastæði“.
Um er að ræða lagningu regnvatnslagna í götu og bílastæði ásamt niðurföllum, skipta um neðra og efra burðarlag og gera svæðið tilbúið undir malbik.
Helstu stærðir eru:
Gröftur í götustæði 1.500 m³
Niðurfallalagnir 150 m
Niðurföll 10 stk
Neðra burðarlag 660 m³
Efra burðarlag 330 m³
Verkinu skal vera að fullu lokið 20. júlí 2020 en frágangur undir malbik þarf að ljúka áður en malbikunarstöð fer af svæðinu eða í kringum 8. júlí.
Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Verkís í Stjórnsýsluhúsinu, frá og með 5. júní 2020, einnig er hægt að óska eftir útboðsgögnum á rafrænu formi með því að senda tölvupóst á jbh@verkis.is.
Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu þann 12. júní 2020 klukkan 11 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.