Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: Gerður samningur um knattspyrnuhús fyrir 470 m.kr.

Ísafjörður: Gerður samningur um knattspyrnuhús fyrir 470 m.kr.

350
0

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fól í gær bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu við Huugas um byggingu knattspyrnuhúss á Ísafirði.

<>

Fram kemur í fundargerðinni að heildarkostnaðaráætlun er kr. 391.800.000, auk 20% ófyrirséðs kostnaðar kr. 78.300.000, alls kr. 470.100.000.

Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað frá Verkís um kostnað við fótboltahús á Ísafirði. Samkvæmt því er kostnaðurinn talinn vera 587 milljónir króna.

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri segir að kostnaðaráætlunin sem var lögð fram fyrir viku síðan sé tveggja ára gömul.

„Kostnaðaráætlun sem sem var lögð fram í morgun byggist á tilboðum sem við höfum í þá verkþætti sem um er að ræða. Þ.e. húsið með uppsetningu og öllum frágangi og vinnu við sökkla og undirstöður. Það eru allir kostnaðarliðir inn í þessar áætlun þ.e. grunnur og sökklar o.s.frv.“

Heimild: BB.is