Home Fréttir Í fréttum Sé gam­alt mæta nýju

Sé gam­alt mæta nýju

280
0
Á Sel­fossi Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Meðal þeirra sem að þessu verk­efni standa er stór­hug­ur og ein­mitt slíkt þarf nú. Mér finnst gam­an að sjá hvernig hér mæt­ast gam­alt og nýtt í miðbæ sem mun setja sterk­an svip á Sel­foss,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands.

<>

Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um á veg­um Sig­túns – þró­un­ar­fé­lags við nýja miðbæ­inn á Sel­fossi, þar sem reist eru ný hús í göml­um stíl. Kom­inn er heild­stæður svip­ur á sex hús og þrjú eru í bygg­ingu.

Alls eru í 1. áfanga miðbæj­ar­ins 13 hús sem tek­in verða í notk­un að ári. Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid eig­in­kona hans kynntu sér fram­kvæmd­ir í gær und­ir leiðsögn Leós Árna­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sig­túns, og fleiri.

Heimild: Mbl.is