Home Fréttir Í fréttum Hamra­nes­hverfið í Hafnar­f­irði heill­ar verk­taka

Hamra­nes­hverfið í Hafnar­f­irði heill­ar verk­taka

402
0
Hér má sjá fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar í Hamra­nesi neðst á mynd og hvernig nýtt hverfi ligg­ur við Skarðshlíðar­hverf­is. Ljós­mynd/​Onno ehf.

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar út­hlutaði í gær sex lóðum í fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar í Hamra­nesi, sem er 25 hekt­ara svæði við upp­land Hafn­ar­fjarðar.

<>

Mik­il eft­ir­spurn var eft­ir lóðunum en sveit­ar­fé­lag­inu bár­ust 10 um­sókn­ir í lóðirn­ar sem rýma í heild 148 íbúðir.

Bygg­ing­ar­fé­lag Gylfa og Gunn­ars fékk þrjár lóðir og fyr­ir­tæk­in Fjarðar­mót ehf., Val­hús ehf. og Draum­ar ehf. fengu eina lóð. Gert er ráð fyr­ir að fyrstu íbúðir í Hamra­nes­hverfi fari í sölu inn­an tveggja ára.

Eft­ir­spurn mik­il þrátt fyr­ir óvenju­leg­ar aðstæður
„Við þessa út­hlut­un eru farn­ar nýj­ar leiðir í skipu­lags­vinnu á svæðinu sem miða að því að fá öfl­uga aðila með bæj­ar­fé­lag­inu í allt ferlið, frá skipu­lags­vinnu til fram­kvæmda. Mark­miðið er að mæta enn bet­ur þörf­um markaðar­ins og jafn­framt að lág­marka þann tíma sem fer í end­ur­skipu­lagn­ingu og skipu­lags­breyt­ing­ar eft­ir að upp­bygg­ing er far­in af stað,“ seg­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar í til­kynn­ingu.

„Ekki ber á öðru en að þessi hug­mynda­fræði falli í góðan jarðveg og er eft­ir­spurn eft­ir lóðum mik­il þrátt fyr­ir óvenju­leg­ar aðstæður á markaði.

Það er því greini­legt að hönnuðir og bygg­ing­araðilar sjá mögu­leik­ana á svæðinu, auk þess sem upp­bygg­ing og kaup á lóðum í Skarðshlíð bera vott um vilja íbúa til að byggja sér framtíðar­heim­ili við upp­land Hafn­ar­fjarðar,“ er jafn­framt haft eft­ir Rósu.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hamra­nesið mun telja um 1.500 íbúðir
Byggð í Skarðshlíðar­hverfi, sem ligg­ur við Hamra­nesið, rís hratt þessa dag­ana. Þegar er kom­in tveggja ára reynsla á rekst­ur grunn­skóla í hverf­inu og leik­skóli var opnaður fyr­ir einu ári síðan.

Gert er ráð fyr­ir að íþrótta­hús og úti­bú tón­list­ar­skóla verið af­hent í sum­ar.
Upp­bygg­ing í Hamra­nes­inu skipt­ist í þrjá áfanga og mun svæðið í heild telja um 1500 íbúðir. Þegar hef­ur út­hlut­un átt sér stað og lóðar­vil­yrði verið veitt fyr­ir öll­um reit­um og lóðum í fyrstu tveim­ur áföng­um upp­bygg­ing­ar.

„Hér er um að ræða eitt mest spenn­andi bygg­ing­ar­svæði höfuðborg­ar­svæðis­ins og greini­legt að verk­tak­ar og vænt­an­leg­ir framtíðar­í­bú­ar eru að átta sig á kost­um þess og mögu­leik­um. Ásvalla­braut og nýtt leiðarnet Strætó sem fer í kynn­ingu á næstu dög­um munu auka eft­ir­spurn­ina enn frek­ar,“ seg­ir Rósa.

Heimild: Mbl.is