Home Fréttir Í fréttum Undirbúa íþróttahússbyggingu í Hvalfjarðarsveit

Undirbúa íþróttahússbyggingu í Hvalfjarðarsveit

168
0
Ljósm. Hvalfjarðarsveit.

Búið er að gera grófa þarfagreiningu á nýju íþróttahúsi við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit. Gerir hún ráð fyrir eitt þúsund fermetra mannvirki sem verði viðbygging við sundlaugarhlutann í Heiðarborg og að eldri íþróttasalur verði rifinn.

<>

Þetta kom fram á fundi mannvirkja- og framkvæmdanefndar Hvalfjarðarsveitar 8. maí sl. Sveitarstjórn fjallaði um málið þriðjudaginn 12. maí og samþykkti tillögu nefndarinnar að heimila byggingafulltrúa að leita tilboða hjá fjórum verkfræðistofum í þarfagreiningu, hönnun og útboðsgögn vegna byggingar nýs íþróttahúss.

Verkfræðistofurnar fjórar eru VSÓ, Verkís, Mannvit og EFLA.

Heimild: Skessuhorn.is