Home Fréttir Í fréttum Útboð á þjónustu iðnmeistara

Útboð á þjónustu iðnmeistara

318
0
Mynd: SI.is

Nú hefur verið auglýst að útboð á þjónustu iðnmeistara séu komin á tilboðstíma en Ríkiskaup, fyrir hönd Ríkiseigna, standa fyrir þessu útboði um viðhald, viðbætur og endurnýjun á fasteignum í eigu ríkisins.

<>

Heimilt er að bjóða í einstaka hluta útboðsins. Útboðið og samningar í kjölfar þess taka til alls landsins, en umfang kann þó að vera mismunandi í hverjum hluta útboðsins fyrir sig.

Þetta eru þær iðngreinar sem útboðið tekur til:
Blikksmíði
Dúklagning og veggfóðrun
Málun
Málmiðn (önnur en blikksmiði)
Múrverk
Pípulögn
Rafiðn (smáspenna og lágspenna)
Skrúðgarðyrkja
Trésmíði

Tekið er fram í upplýsingum um útboðið að bjóðendur þurfi að uppfylla allar lögboðnar kröfur til að starfa við iðn sína.

Á vef Ríkiskaupa er að finna lista yfir aðila að rammasamningum Ríkiskaupa.

Hér fyrir neðan er hægt nálgast hlekki á útboðin sem taka til almennra kaupenda og ríkiseigna:
21200: Þjónusta iðnmeistara – Almennir kaupendur –

21201: Þjónusta iðnmeistara – Ríkiseignir –

Heimild: SI.is