Home Fréttir Í fréttum Nesnúp­ur læt­ur enn til sín taka

Nesnúp­ur læt­ur enn til sín taka

472
0
Unn­ar Steinn Hjalta­son er stærsti eig­andi Nesnúps og VHE. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fé­lagið Nesnúp­ur hf., syst­ur­fé­lag VHE sem fór í greiðslu­stöðvun í apr­íl­mánuði, læt­ur enn til sín taka á bygg­ing­ar­markaði.

<>

Þannig reynd­ist fé­lagið lægst­bjóðandi í upp­steypu viðbygg­ing­ar Grunn­skóla Húnaþings vestra sem til stend­ur að reisa.

Áætlaður fram­kvæmda­kostnaður við verkið var rúm­ar 170 millj­ón­ir og af fjór­um til­boðum sem bár­ust var aðeins eitt fé­lag und­ir kostnaðaráætl­un, þ.e. Nesnúp­ur. Bauð fyr­ir­tækið 148,8 millj­ón­ir í verkið eða 87,2% af kostnaðaráætl­un.

Næst­lægsta boðið kom frá Al­efli ehf. sem bauð 177,8 millj­ón­ir eða 104,2% af kostnaðaráætl­un.

Í eigu systkina
Nesnúp­ur ehf. er að stærst­um hluta í eigu Unn­ars Steins Hjalta­son­ar en aðrir eig­end­ur eru systkini hans Ein­ar Þór og Hanna Rún.

Þau eru einnig eig­end­ur VHE sem átt hef­ur í mikl­um rekstr­ar­erfiðleik­um hin síðari ár. Komst fé­lagið m.a. í frétt­irn­ar ný­verið vegna viðskipta þess við fast­eignaþró­un­ar­sjóðinn Upp­haf sem sett­ur var á stofn af fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Gamma.

Hef­ur til­tekn­um þátt­um í þeim viðskipt­um verið vísað til héraðssak­sókn­ara, einkum þeim er lúta að greiðslum frá VHE til eins af for­svars­mönn­um Upp­hafs.

Nesnúp­ur var stofnaður árið 2009. Sam­kvæmt nýj­asta árs­reikn­ingi fé­lags­ins var eigið fé fé­lags­ins 305 millj­ón­ir króna en eign­ir þess 3.366 millj­ón­ir.

Heimild: Mbl.is