Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1), Skarhólabraut – Langitangi

Opnun útboðs: Hringvegur (1), Skarhólabraut – Langitangi

336
0

Tilboð opnuð 5. maí 2020. Breikkun og endurbætur Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga.

<>

Verkið felst í:

Vegsvæðið skal breikka þ.a. hægt verði að koma fyrir 4 akreinum og aðskilja akstursstefnur með vegriði. Breikkunin innifelur bergskeringar inn í Lágafell auk annarra skeringa. Umframefni skal koma fyrir í hljóðmönum við veginn. Byggja skal hljóðvarnarveggi á steyptum undirstöðum og klæða með sementsbundnum trefjaplötum. Einnig skal byggja biðstöð Strætó með tilheyrandi stígatengingum. Innifalið er einnig allur: frágangur yfirborðs raskaðra svæða, plöntun og gróðursetning, öll nauðsynleg lagnavinna, uppsetning ljósastaura og allar tengingar þeirra.

Lengd vegkaflans er um 1.100 m.

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar.

Helstu magntölur eru:

Verkhluti 8.01 Vegagerð og lýsing
Rif malbiks og gangstétta 6.000 m2
Bergskeringar 13.000 m3
Fláafleygar og lausar skeringar 15.000 m3
Fyllingar í vegagerð 9.700 m3
Styrktarlag 3.300 m3
Burðarlag 1.800 m3
Ofanvatnsræsi 150 m
Malbik 31.200 m2
Gangstígar 1.100 m2
Vegrið 2.400 m
Götulýsing, skurðgröftur og strengur 2.500 m
Ljósastaurar 60 stk.

Verkhlutar 8.02 og 8.03 Hljóðvarnarveggir
Gröftur 1.700 m3
Steypa 253 m3
Járnalögn 20.300 kg
Mót 1.463 m2
Stálstoðir 1.6m 179 stk.
Stálstoðir 2.4m 52 stk.
Klæðing, sementsbundnar trefjaplötur 2.430 m2
Frágangur hljóðmana, jöfnun og sáning 7.500 m2
Gróðurbeð 240 m2
Tré og runnar 280 stk.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2020.