F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Bústaðavegur 151 – 153. Gatnagerð og lagnir, útboð nr. 14833
Verkið felst í:
Byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg og gerð hringtorgs á Bústaðaveg, ásamt allri jarðvinnu þessu tengt. Hækkun Bústaðavegar, malbikun og frágangur á um 200 m kafla.
Gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs, vestan við Sprengisand og hesthús. Gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut, meðfram rampa að Reykjanesbraut, suður fyrir ofannefnd undirgöng. Gerð tengistíga.
Malbika skal stíga og ganga frá umhverfi.Færslu rampa lítillega til austurs. Byggingu stoðveggja ásamt hljóðvörn. Gerð vegriða og handriða. Flutningi rafstrengja, lögn götuljósastrengja, uppsetningu ljósastaura á stoðveggjun og meðfram stígum, Bústaðavegi og nýrri götu.
Lögn fráveitulagna, gerð „blágrænna ofanvatnslausna“, lögn neysluvatns- og hitaveitulagna, lögn raflagna og gatna- og stíglýsingar. Lögn ljósleiðara.
Helstu magntölur eru:
· Gröftur 17.500 m3
· Fylling 15.000 m3
· Steypumót – undirgöng og stoðveggir 1.970 m²
· Járnbending – undirgöng og stoðveggir 70.000 kg
· Steinsteypa – undirgöng og stoðveggir 500 m³
· Hljóðveggur 150 m²
· Vegrið 420 m
· Malbik 11.600 m2
· Fráveitulagnir, ø150 – ø300 650 m
· Kaldavatnslagnir, ø63-ø225 PEH 500 m
· Kaldavatnslagnir, ø800 Ductile 300 m
· Hitaveitulagnir, DN20-DN200 1.300 m
· Jarðstrengir og jarðvír 5.500 m
· Ljósastólpar 80 stk
Lokaskiladagur verksins er 31. ágúst 2021.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 10:00 þann 5. maí 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 26. mai 2020.