Home Fréttir Í fréttum 06.05.2020 Fjarðabyggð. Niðurrif á þrem húsum á Eskifirði

06.05.2020 Fjarðabyggð. Niðurrif á þrem húsum á Eskifirði

237
0

Fjarðabyggð óskar eftir tilboðum í verkið TÚNGATA 13, KIRKJUSTÍGUR 7 OG KIRKJUSTÍGUR 3B, NIÐURRIF OG FÖRGUN.

<>

Verkið fellst niðurrifi á fasteignum á þremur lóðum í nálægt við Lambeyrará á Eskifirði.
Túngata 13 er steypt einbýlishús, einangrað að innan, Kirkjustígur 7 gamalt timburhús með bárujárnsklæðningu og á Kirkjustíg 3b er bílskúr með bárujárnsklæðningu.

Flokka skal allt efni sem til fellur og koma á endurvinnslustöð til förgunar eða á jarðvegstipp. Verktaka er bent á að kynna sér umfang rifs á byggingarstað, en haldin verður vettvangsskoðun með bjóðendum þann 29 apríl.

Hægt er að óska eftir útboðsgögnum með því að senda póst í netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fjardabyggdar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði miðvikudaginn 6. maí 2020 kl 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.