Home Fréttir Í fréttum Auglýst eftir umsóknum um sex fjölbýlislóðir í Hamranesi

Auglýst eftir umsóknum um sex fjölbýlislóðir í Hamranesi

246
0

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 8. apríl 2020 var samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar sex lóðir undir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 148 íbúðum í Hamranesi, nýju íbúðarsvæði sunnan við Ásvallabraut sem tengir svæðið við helstu stofnleiðir og er jafnframt skammt frá stoppustöð almenningsvagna.

<>

Engin byggð er á svæðinu í dag en þar mun rísa þétt byggð með hagkvæmu húsnæði sem lagar sig að landslagi staðarins.

Um er að ræða eftirtaldar fjölbýlishúsalóðir á reit 6, 10 og 11 í 1. áfanga í Hamranesi:

Hringhamar 1, 24 íbúðir 1 hús
Hringhamar 3, 25 íbúðir 2 hús
Hringhamar 7, 28 íbúðir 1 hús
Nónhamar 2, 24 íbúðir 1 hús
Nónhamar 4, 27 íbúðir 2 hús
Nónhamar 8, 20 íbúðir 1 hús

Um er að ræða reit 6, 10 og 11 í 1. áfanga í Hamranesi

Öll aðstaða verður til fyrirmyndar í hverfinu sem liggur á einu fallegasta og fjölskylduvænasta byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins sunnan við Velli og Skarðshlíðarhverfi.

Lóðirnar eru í skólahverfi Skarðshlíðarskóla sem er um 400 m norðan við skipulagssvæðið sem tengist því með göngustígum og undirgöngum undir Ásvallabraut en þar er rekinn leik- og grunnskóli sem hefur þegar tekið til starfa og íþróttahús og útibú tónlistarskóla verða afhent í haust.

Gert er ráð fyrir nýjum leikskóla á nálægum reit.
Lóðirnar eru lausar til úthlutunar fyrir lögaðila og hægt er að skoða og sækja um rafrænt á “Mínar síður” á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Ef tvær eða fleiri umsóknir um sömu lóð berast verður dregið á milli. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 4. maí 2020. Gert er ráð fyrir að umsóknir verði teknar fyrir á fundi bæjarráðs 7. maí 2020.

Lóðirnar eru til úthlutunar fyrir lögaðila
lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar.

Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu

Mat á umsóknum lögaðila
Við mat á umsóknum lögaðila er tekið tillit til neðangreindra þátta:
upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda
að byggingarsaga umsækjanda innihaldi ekki veruleg brot á byggingarskilmálum
gæðakerfis byggingarstjóra og iðnmeista

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar úthlutaði nýverið lóðum á fjórum reitum í fyrsta áfanga í Hamranesi eftir að hafa auglýst eftir áhugasömum þróunaraðilum.

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um lausar lóðir í Hafnarfirði

Heimild: Hafnarfjordur.is