Home Fréttir Í fréttum Samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð í Reykjavík

Samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð í Reykjavík

323
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Borgarráð samþykkti á fundi sínum 2. apríl sl. að heimila umhverfis- og skipulagssviði að efna til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð.  Framkvæmdin er hluti af verkefninu „Brúum bilið“ sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

<>

Nýr miðbæjarleikskóli mun rísa í suðvesturhluta reits sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil.

Mynd: Reykjavíkurborg

Lagt er til að greitt aðgengi verði að fjölskyldumiðstöðinni utan frá þar sem opnunartími miðstöðvarinnar verður einnig utan hefðbundins opnunartíma leikskólans. Lögð verður áhersla á að bæði inni og útisvæði nýja miðborgarskólans verði hönnuð sérstaklega með áherslu á hreyfiþroska og sköpun barna.

Stefnt er að því að 116 börn á aldrinum 1-6 ára geti dvalið í nýjum miðborgarleikskóla. Hann myndi rúma 36 fleiri pláss en eru í leikskólanum Miðborg sem nú er rekinn í þremur húsum; Barónsborg, Njálsborg og Lindarborg. Áætlanir gera ráð fyrir að starfsemi verði hætt í því húsnæði þegar starfsemi hefst í nýja miðborgarleikskólanum.

Áætlað er að niðurstaða samkeppninnar geti legið fyrir á síðari hluta ársins 2020 en nýr miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð á að rísa á árunum 2021-2022.

Heimild: Reykjavikurborg