Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði, 2. áfangi, Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá...

Opnun útboðs: Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði, 2. áfangi, Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá – Eftirlit

305
0

Eftir lok tilboðsfrests, 24. mars. 2020, var fyrri opnun í eftirlit með breikkun Hringvegar milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.

<>

Lengd útboðskaflans er 7,1 km. Um er að ræða nýbyggingu Hringvegar að hluta og endurgerð núverandi Hringvegar að hluta, gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða.

Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Síðari opnun var 31. mars 2020. Verðtilboð bjóðenda og hæfnismat var skv. eftirfarandi: