9.7.2015
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurlögn 6,7 km kafla Kjósarskarðsvegar frá Fremri Hálsi að Þingvallavegi.
Helstu magntölur eru:
Fyllingar og fláafleygar 43.600 m3
Skeringar 39.400 m3
Þar af bergskeringar við veg 7.100 m3
Bergskering í námu 29.000 m3
Efnisvinnsla 35.000 m3
Neðra burðarlag 24.000 m3
Efra burðarlag 9.700 m3
Klæðing 43.500 m2
Frágangur fláa 70.000 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 14. júlí 2015.
Verð útboðsgagna er 6.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. júlí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.