Home Fréttir Í fréttum SI leggur til 35 milljarða framkvæmdir

SI leggur til 35 milljarða framkvæmdir

197
0
Mynd: Eyþór Árnason/vb.is

Í umsögn SI vegna COVID-19 leggja samtökin til 30-35 milljarða viðbótarframkvæmdir í samgöngum og byggingum hins opinbera.

<>

Í umsögn Samtaka iðnaðarins um þau frumvörp sem kynnt hafa verið til að bregðast við COVID-19 veirunni kemur fram að samtökin telji nauðsynlegt að ráðist sé þegar í stað í 30-35 milljarða króna viðbótarframkvæmdir í samgöngum og byggingum hins opinbera.

Mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um samvinnuverkefni í vegakerfinu sem fyrst til að flýta framkvæmdum.

Þá sé nauðsynlegt að koma hlutdeildarlánum á sem allra fyrst og auka endurgreiðslur til kvikmyndaiðnaðarins. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri SI.

Heimild: Vb.is