Home Fréttir Í fréttum 42% færri íbúðir á frum­stigi bygg­inga

42% færri íbúðir á frum­stigi bygg­inga

142
0
Sam­tök iðnaðar­ins hafa end­ur­metið spá um fjölda nýrra íbúða á þessu ári til lækk­un­ar. Marg­ir þætt­ir skýra sam­drátt­inn. Mynd: mbl.is/​​Hari

Ný taln­ing Sam­taka iðnaðar­ins (SI) leiðir í ljós veru­leg­an sam­drátt í smíði íbúða. Þannig voru 42% færri íbúðir á fyrstu bygg­ing­arstig­um á höfuðborg­ar­svæðinu en í taln­ingu sam­tak­anna vorið 2019.

<>

Vegna þessa hafa SI end­ur­metið spá sína um fjölda full­gerðra íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu. Þau áætla nú að um 2.100 íbúðir verði full­gerðar í ár en það er 30% sam­drátt­ur frá spánni í mars 2019.

„Af­ger­andi skila­boð“

„Stóru tíðind­in eru veru­leg­ur sam­drátt­ur í bygg­ing­um upp að fok­heldu, þ.e.a.s. upp að fyrstu bygg­ing­arstig­um, eða rúm­lega 40%. Það eru af­ger­andi skila­boð um stöðuna. Þótt sjá megi krana víðs veg­ar um bæ­inn eru það fyrst og fremst verk­efni sem fóru af stað fyr­ir löngu,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri SI. Merki um sam­drátt í bygg­ing­ariðnaði hafi byrjað að birt­ast í fyrra. Sala á sementi og steypustyrkt­ar­járni hafi m.a. dreg­ist sam­an.

Vegna þessa sam­drátt­ar muni færri íbúðir koma á markað á næstu árum. Fyr­ir vikið kunni að skap­ast skort­ur á íbúðum eft­ir 3-5 ár, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is