Home Fréttir Í fréttum Mal­bikað, hellu­lagt og gróður­sett á Hlíðar­enda

Mal­bikað, hellu­lagt og gróður­sett á Hlíðar­enda

186
0
Árið 2020 verður farið í fram­kvæmd­ir á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar á þessu svæði fyr­ir 600 millj­ón­ir króna.

Haf­ist verður handa við að ganga frá yf­ir­borði í hinu nýja hverfi á Hlíðar­enda­svæðinu í kring­um næstu mánaðamót. Heild­ar­kostnaður við yf­ir­borðsfrá­gang verður um 820 millj­ón­ir króna. Stærsti hluti fram­kvæmd­anna verður á þessu ári.

<>

Um er að ræða fullnaðarfrá­gang yf­ir­borðs í hverf­inu eins og mal­bik­un um­ferðargatna, hellu­lögn göngu- og hjóla­stíga, gróður­setn­ingu og grasbeð auk lýs­ing­ar gatna og göngu­leiða. Und­ir­bún­ing­ur við fram­kvæmd­ir hefst á næstu dög­um og fara fram­kvæmd­ir á fullt eft­ir páska ef veður leyf­ir.

Árið 2020 verður farið í fram­kvæmd­ir á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar á þessu svæði fyr­ir 600 millj­ón­ir króna, árið 2021 fyr­ir 170 millj­ón­ir króna og árið 2022 er áætlað að fram­kvæmt verði fyr­ir 50 millj­ón­ir króna.

Skipu­lag Hlíðar­enda­svæðis­ins er í takt við stefnu borg­ar­inn­ar um þétt­ingu byggðar. Alls verða um 600 íbúðir í hverf­inu að lok­inni upp­bygg­ingu og um 75.000 m2 af at­vinnu­hús­næði.

Heimild: Mbl.is