Home Í fréttum Niðurstöður útboða Mann­vit átti lægsta boð í örút­boði

Mann­vit átti lægsta boð í örút­boði

251
0
Mynd: mbl.is/​Hall­ur Már Halls­son

Fyr­ir­tækið Mann­vit var með lægsta til­boðið í örút­boði á óháðri út­tekt sem fram á að fara á fyr­ir­liggj­andi gögn­um og rann­sókn­um Vega­gerðar­inn­ar á Land­eyja­höfn.

<>

Fékk Mann­vit einnig flest stig eða 100 sam­kvæmt mats­líkani í útboðinu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem feng­ust í sam­gönguráðuneyt­inu. Verið er að fara yfir og meta inn­send til­boð.

Fram kem­ur í opn­un­ar­skýrslu vegna örút­boðsins að heild­ar­til­boð Mann­vits hljóðaði upp á 8.060.000 kr. VSÓ Ráðgjöf var með næst­lægsta til­boðið eða 9.390.000 kr. og fékk 92,92 stig. Verkís bauð 9.919.876 kr. og fékk 90,63 stig í útboðinu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is