Home Fréttir Í fréttum Sam­vinnu­verk­efni gæti skapað allt að 4.000 ár­s­verk

Sam­vinnu­verk­efni gæti skapað allt að 4.000 ár­s­verk

121
0
Þetta eru dæmi um verk­efni sem yrði farið í. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Áætlað er að frum­varp til laga um sam­vinnu­verk­efni um vega­fram­kvæmd­ir, sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra lagði fram, geti skapað allt að 4.000 ár­s­verk.

<>

Það miðar að því að  auka veru­lega fjár­magn til vega­fram­kvæmda og mæta mik­illi þörf fyr­ir fjár­fest­ing­ar í sam­göng­um, bæta um­ferðarör­yggi og stytta og bæta veg­teng­ing­ar milli byggða. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins.

Með lög­un­um verður Vega­gerðinni heim­ilt, að und­an­gengnu útboði, að eiga sam­vinnu við einkaaðila um fjár­mögn­un, hönn­un, und­ir­bún­ing og fram­kvæmd­ir við sex af­mörkuð verk­efni ásamt viðhaldi og rekstri í til­tek­inn tíma.

Þá verður heim­ilt að fjár­magna sam­vinnu­verk­efni að hluta eða öllu leyti með gjald­töku af um­ferð. Gjald­taka skal þó ekki hefjast fyrr en fram­kvæmd­um lýk­ur og stend­ur að há­marki í 30 ár.

Í öll­um fram­kvæmd­un­um munu veg­far­end­ur hafa val um aðra leið og greiða ekki gjald á þeirri leið. Þær stuðla enn­frem­ur all­ar að auknu um­ferðarör­yggi. Í lok samn­ings­tíma telj­ast mann­virki eign rík­is­ins án sér­staks end­ur­gjalds.

„Öll verk­efn­in fela í sér stytt­ingu vega ásamt því að stuðla að bættu um­ferðarör­yggi. Vega­stytt­ing minnk­ar ferðatíma fólks og dreg­ur úr flutn­ings­kostnaði fyr­ir fyr­ir­tæki.

Síðast en ekki síst felst í þessu um­tals­verður um­hverf­isávinn­ing­ur með minni los­un gróður­húsaloft­teg­unda og annarr­ar um­ferðartengdr­ar meng­un­ar.“ Þetta er haft eft­ir Sig­urði Inga Jó­hann­es­syni í til­kynn­ingu.

Sam­vinnu­verk­efn­in bæt­ast við all­ar vega­fram­kvæmd­ir sem fjár­magnaðar eru með hefðbundn­um hætti á fjár­lög­um en í nýj­ustu sam­göngu­áætlun voru fram­lög auk­in um fjóra millj­arða á ári næstu fimm árin.

Þau verk­efni sem lagt er til að verði unn­in sem sam­vinnu­verk­efni eru:

  • Hring­veg­ur norðaust­an Sel­foss og brú á Ölfusá
  • Hring­veg­ur um Horna­fjarðarfljót
  • Ax­ar­veg­ur
  • Tvö­föld­un Hval­fjarðarganga
  • Hring­veg­ur um Mýr­dal og jarðgöng í Reyn­is­fjalli
  • Sunda­braut

Af þess­um verk­efn­um er brú yfir Horna­fjarðarfljót full­hannað og hægt að hefja fram­kvæmd­ir á ár­inu og brú yfir Ölfusá er á loka­stigi í hönn­un.

Heimild: Mbl.is