Home Fréttir Í fréttum Byggja ódýrar leiguíbúðir fyrir konur og börn sem flýja ofbeldi

Byggja ódýrar leiguíbúðir fyrir konur og börn sem flýja ofbeldi

325
0
Birna Þórarinsdóttir stjórnarkona í byggingarfélagi Kvennaathvarfsins og Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins Mynd/Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið byggir áfangaheimili fyrir konur og börn sem flýja ofbeldi, fyrst sinnar tegundar á Íslandi.

<>

„Þetta er sterkt öryggisnet til að hjálpa konum að koma fótunum undir sig á ný. Þær þurfa stundum auka stuðning í skamman tíma, eftir það verða þær sterkustu konur í heimi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Nýtt áfangaheimili Samtaka um Kvennaathvarf mun brátt rísa í næsta nágrenni við athvarfið og verður tilbúið til útleigu á næsta ári. Þetta verður fyrsta áfangaheimili sinnar tegundar hér á landi og er um að ræða gríðarlegt öryggisnet fyrir konur og börn þeirra sem koma af ofbeldisheimilum.

Fyrsta skóflustungan var í fyrradag.
„Konur eru oft miklu lengur en gott er á neyðarathvarfi því þær komast ekkert burt vegna húsnæðismála. Við vitum að staða margra kvenna sem fara frá okkur er mjög slæm. Þær fara oft í mjög dýrt og ótryggt húsnæði.

Þetta var lausnin sem við sáum að gæti hjálpað þessum konum, nokkurs konar millistigs úrræði svo þær geti hafið nýtt líf,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, í samtali við Fréttablaðið.

Íbúðirnar verða á viðráðanlegu leiguverði langt undir markaðsverði á frjálsum markaði.

Frá fyrstu skóflustungunni í fyrradag. Mynd/Kvennaathvarfið

Á áfangaheimilinu verða 18 leiguíbúðir á þremur hæðum. Vonir standa til að fyrstu fjölskyldur Kvennaathvarfsins geti þá fljótlega flutt inn í nýtt og öruggt leiguhúsnæði.

„Þetta er sterkt öryggisnet til að hjálpa konum að koma fótunum undir sig á ný. Þær þurfa stundum auka stuðning í skamman tíma, eftir það verða þær sterkustu konur í heimi,“ segir Sigþrúður.

Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er 420 milljónir króna.

Helstu styrktaraðila verkefnisins eru Á allra vörum sem stóðu fyrir landssöfnun árið 2017, ríki og Reykjavíkurborg með stofnframlögum í gegnum almenna íbúðakerfið, Oddfellowhreyfingin, Soroptimistar og Zontur auk fjölmargra annarra sem gert hafa drauminn um byggja von um betra líf að raunveruleika.

Fyrirhugað áfangaheimili.

Al-Verk sér um byggingu fjölbýlishússins og Hjálmar Ingvarsson er byggingastjóri. Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum er aðalhönnuður, Lota verkfræðistofa sá um verkfræðihönnun, Trivium um hljóðhönnun og Teiknistofan Storð um landslagshönnun.

Heimild: Frettabladid.is