Home Fréttir Í fréttum Sundfólk ósátt og krefst byggingu nýrrar innisundlaugar á Akureyri

Sundfólk ósátt og krefst byggingu nýrrar innisundlaugar á Akureyri

241
0
Sundlaug Akureyrar. Mynd/Axel Þórhallsson.

Stjórn Sundfélagsins Óðins segir það vonbrigði að bygging á nýrri 50 m innisundlaug sé aftarlega í forgangsröðinni hjá Akureyrarbæ þegar kemur að nýbyggingu íþróttamannvirkja.

<>

Í skýrslu bæjarins um forgangsröðun á íþróttamannvirkjum er ný innisundlaug í sjöunda sæti listans.

Á vef Óðins er líst yfir miklum vombrigðum með þessa niðurstöðu. Þar segir að stjórn Óðins hafi brugðist við skýrslunni með greinargerð sem send var til allra bæjarfulltrúa en henni hafi að mestu verið ósvarað.

Sundfélaginu vanti sárlega betri æfingaraðstöðu.
Félagið hefur skorað á bæjaryfirvöld að að flýta byggingu 50 m innilaugar á Akureyri og tilkynningunni frá félaginu kemur fram að aðstaða félagsins sé langt frá því að vera viðunandi.

Ingi Þór Ágústsson, yfirþjálfari Sundfélagsins Óðins, segir í pistili á vef félagsins að æfinga og kennslu aðstaðan í bæjarfélaginu sem er snýr að sundi sé til skammar. „Það að ekki séu nema tvær litlar innikennslu sundlaugar sem hægt er að nota yfir vetrartímann í 19 þúsund manna bæjarfélagi er bara skammarlegt,“ skrifar Ingi Þór.

Segir talað fyrir daufum eyrum

Dýrleif Skjóldal, sem hefur verið með sundkennslu í Glerárlaug í um 20 ár, og margir þekkja sem Dillusund, skrifaði grein í blaðið þar sem hún segir bæjaryfirvöld ekki hafa sýnt áhuga á að koma til móts við meiri eftirspurn í sundkennslu.

„Ég og stjórnir sundfélagsins höfum talað fyrir daufum eyrum þegar við höfum sagt að það verði að byggja nýja laug. Laug sem eðlilegast sé að staðsetja milli Nausta- og Hagahverfis enda eru börn í þeim hverfum skyldug til að læra sund og það hentar ekki umhverfinu að keyra þau öll í sund yfir hálfa Akureyri einu sinni í viku.

Sú laug ætti að vera yfirbyggð 50 metra æfinga- og keppnislaug. Það er það sem vantar hér í bæ!,“ skrifar Dýrleif.

Heimild: Vikudagur.is