Home Fréttir Í fréttum Styrkir úr húsverndunarsjóði Reykjavíkurborgar

Styrkir úr húsverndunarsjóði Reykjavíkurborgar

160
0
Mynd: Reykjavík.is

Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.

<>

Opið verður fyrir aðgengi að umsóknum frá 12. febrúar klukkan 13.00 og til 4. mars klukkan 23.59

Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram í umsókn:

  1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum.
  2. Tímaáætlun.
  3. Kostnaðaráætlun.
  4. Ljósmynd af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmynd ef hún er til.

Frekari upplýsingar eru veittar í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni sem opin er á miðvikudögum frá kl. 15-17 og í síma 411 6333 á sama tíma.

Eingöngur er tekið við umsóknum á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á rafrænni Reykjavík; http://rafraen.reykjavik.is.

Vakin er athygli á því að styrkir sem úthlutað verður fyrir árið 2020 og verða ekki nýttir fyrir lok árs 2021 falla niður.

Meira um húsverndurnarsjóð Reykjavíkurborgar

Heimild: Reykjavik.is