Home Fréttir Í fréttum Megum ekki vanmeta raunkostnað framkvæmda

Megum ekki vanmeta raunkostnað framkvæmda

68
0
Hvert áfallið hefur rekið annað við gerð Vaðlaheiðarganga sem valdið hafa töfum og aukakostnaði. Miðað við uppfærða áætlun fer framkvæmdin 14 prósent fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun, sem er um einn og hálfur milljarður króna.

Ekki er hægt að segja til um með vissu hvenær verklok verða en tvær tímasetningar eru líklegastar. Annars vegar um vorið 2017 og hins vegar í mars 2018. Það gæti þýtt að endurgreiðsla á láninu tefjist, miðað við upphaflega áætlun.

<>

„Við verðum að fara að taka betur utan um áætlanagerð hér í landi og ég held það sé lang best fyrir okkur að bara að reyna að komast að því í upphafi hvað hlutirnir kosta og leggja það bara á borðið,“ segir Ólöf Norðdal, innanríkisráðherra.

„Síðan getum við ákveðið, viljum við verja þessum fjármunum eða ekki, en ekki vera að eins og stundum er, að láta sem þetta kosti minna en það gerir. Það er ekki þannig, við þurfum að vanda okkur betur.“

Byggja á jarðgöng á Bakka við Húsavík og kostnaður við gerð þeirra hefur sömuleiðis verið vanáætlaður.

„Viðbrögðin sem mér finnst að eigi að vera við þessu, eru þessi almennu viðbrögð. Við þurfum að fara að herða okkur í áætlanagerð. Við erum þegar farin að hugsa það í innanríkisráðuneytinu hvað við getum gert til að leggja það betur á borðið.

Við erum auðvitað líka hér með Bakka og við höfum haft fleiri framkvæmdir í fortíðinni sem við höfum haft áhyggjur af og það er kominn tími til að beita meiri aga.“

Heimild: Rúv.is