Home Fréttir Í fréttum CCP mun flytja alla starf­semi sína á Íslandi í nýjar höf­uð­stöðvar í...

CCP mun flytja alla starf­semi sína á Íslandi í nýjar höf­uð­stöðvar í Vatns­mýr­i

201
0
Gróska – Hugmyndahús Mynd: groska.is

<>

Í næsta mán­uði mun tölvu­leikja­fram­leið­and­inn CCP flytja alla starf­semi sína á Íslandi í nýjar sér­hann­aðar höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Vatns­mýr­inni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þá segir jafn­framt að hús­ið, sem nefn­ist Gróska, sé hannað með þarfir skap­andi iðn­aðar í huga og flutn­ingar fyr­ir­tæk­is­ins þangað gefi kost á sterk­ari teng­ingu CCP við háskóla­sam­fé­lag­ið, sem og við önnur leikja- og sprota­fyr­ir­tæki sem muni starfa í hús­inu.

CCP stefnir enn fremur á að árið 2020 verði hið stærsta í 23 ára rekstr­ar­sögu fyr­ir­tæk­is­ins en 100 þús­und nýir spil­arar byrj­uðu að spila EVE Online í jan­úar á þessu ári. Það sam­svarar rúmri tvö­földun á milli ára og er þetta sjötti besti mán­uð­ur­inn í 17 ára sögu EVE Online, sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu.

Heimild: Kjarninn.is

Loading..