Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmda­stjóra Sorpu sagt upp

Fram­kvæmda­stjóra Sorpu sagt upp

98
0
Þá var ákveðið á stjórn­ar­fund­in­um að ráða Dr. Helga Þór Inga­son, pró­fess­or við verk­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík, tíma­bundið í starf fram­kvæmda­stjóra SORPU bs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á stjórn­ar­fundi SORPU bs. sem hald­inn var í dag var ákveðið að segja upp fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins, Birni H. Hall­dórs­syni, með sex mánaða upp­sagn­ar­fresti skv. ráðning­ar­samn­ingi.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. Þar seg­ir að ákvörðunin eigi sér m.a. stoð í ný­legri skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um stjórn­ar­hætti og áætl­un­ar­gerð vegna gas- og jarðgerðar­stöðvar þar sem gerðar voru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við störf og upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra og gerð kostnaðaráætl­ana.

„Að fengn­um and­mæl­um fram­kvæmda­stjór­ans við efni skýrsl­unn­ar var ákveðið að veita hon­um áminn­ingu í sam­ræmi við ákvæði kjara­samn­ings og gefa hon­um kost á frek­ari skýr­ing­um og at­huga­semd­um. Að þeim fengn­um og í ljósi annarra aðstæðna var tek­in ákvörðun um upp­sögn.“

Helgi Þór tíma­bundið ráðinn fram­kvæmda­stjóri

Þá var ákveðið á stjórn­ar­fund­in­um að ráða Dr. Helga Þór Inga­son, pró­fess­or við verk­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík, tíma­bundið í starf fram­kvæmda­stjóra SORPU bs.

Helgi Þór er einnig for­stöðumaður MPM náms – meist­ara­náms í verk­efna­stjórn­un – við HR. Rann­sókn­ir Helga Þórs og kennsla á fram­halds- og grunn­stig­um há­skóla hafa einkum snú­ist um verk­efna- og gæðastjórn­un.

Helgi Þór var ráðinn tíma­bundið sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur á ár­un­um 2010-2011.

Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfs­mönn­um SORPU bs. vinna að end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar fyr­ir­tæk­is­ins með sjálf­bærni, um­hverf­is­vernd og sam­fé­lags­lega þjón­ustu að leiðarljósi.

Stjórn­in mun í þeirri vinnu kapp­kosta að eiga náið sam­ráð við eig­end­ur SORPU bs. en fé­lagið er rekið sem byggðasam­lag sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.

Heimild: Mbl.is