Home Fréttir Í fréttum Upp­sögn­inni ætlað að draga at­hygli frá ábyrgð stjórn­ar

Upp­sögn­inni ætlað að draga at­hygli frá ábyrgð stjórn­ar

51
0
Björn H. Hall­dórs­son. Ljós­mynd/​Aðsend

„Niðurstaða stjórn­ar Sorpu bs. fyrr í dag um að segja mér upp starfi fram­kvæmda­stjóra er mér mik­il von­brigði enda er ekk­ert út á störf mín að setja. Upp­sögn­inni virðist því einkum ætlað að varpa at­hygl­inni frá ábyrgð stjórn­ar á þeirri áætlana­gerð SORPU bs. sem er til umræðu,” seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Birni H. Hall­dórs­syni.

<>

Greint var frá því fyrr í dag að ákvörðun hefði verið tekið á stjórn­ar­fundi SORPU bs. að segja Birni upp störf­um. Þar seg­ir að ákvörðunin hafi meðal ann­ars átt sér stoð í ný­legri skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um stjórn­ar­hætti og áætlana­gerð vegna gas- og jarðgerðar­stöðvar þar sem gerðar voru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við störf og upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra og gerð kostnaðaráætl­ana.

Ákvörðunin tek­in með póli­tísku „handafli“

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir Björn að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarðgerðar­stöðvar­inn­ar í Álfs­nesi hafi verið ákveðin af stjórn SORPU bs. sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um frá eig­enda­fundi SORPU bs. á grund­velli kostnaðaráætlan­ar sem stjórn og eig­end­ur hafi út­búið sjálf­ir út frá eig­in for­send­um. Hann hafi ekki samþykkt þá kostnaðaráætl­un og hafi ekki gert til­lögu um hana – það megi sjá í fund­ar­gerðum.

„Þessi ákvörðun var því tek­in með póli­tísku „handafli“ til að tryggja að fram­kvæmd­ir hæf­ust sem fyrst og án til­lits til óvissu um kostnað, en sú óvissa hlaut reynd­ar alltaf að verða um­tals­verð með hliðsjón af flækj­u­stigi þess­ar­ar ein­stæðu fram­kvæmd­ar. Þessi ákvörðun helgaðist að mínu viti af ríkri kröfu um að upp­bygg­ingu stöðvar­inn­ar og tengd­um fram­kvæmd­um væri lokið fyr­ir árs­lok 2020.“

Ábyrgð sé á fram­kvæmd stjórn­ar en ekki fram­kvæmda­stjóra

Björn tel­ur að stjórn­ar­menn og eig­end­ur SORPU bs. „hafi hér ætlað að skáka í því skjóli að fram­kvæmd­um yrði lokið tals­vert fyr­ir næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2022. Kjós­end­ur væru því ólík­leg­ir til að minn­ast máls­ins þegar þar að kem­ur.“

Hann bend­ir á að það komi skýrt fram í eig­enda­stefnu SORPU að áhættumat í tengsl­um við lán­tök­ur séu á ábyrgð og hendi stjórn­ar­manna en ekki fram­kvæmda­stjóra.

Þá seg­ist hann vera bor­inn þeirri fjar­stæðu að hafa leynt stjórn upp­lýs­ing­um um greiðslu­áætlan­ir og að sú staðhæf­ing sé studd af innri end­ur­skoðanda Reykja­vík­ur­borg­ar með áætl­un frá verk­fræðistofu sem hann hafi aldrei séð og lík­lega eng­inn starfsmaður SORPU.

„Sýn­ir það hversu hroðvirkn­is­lega hef­ur verið staðið að rann­sókn máls­ins.“

Innri end­ur­skoðandi van­hæf­ur vegna fjöl­skyldu­tengsla

Hann seg­ist ekki kunna nein­ar skýr­ing­ar á því hversu illi­lega innri end­ur­skoðandi hrap­ar að röng­um niður­stöðum en það sé þó ljóst að hann hafi verið ber­sýni­lega van­hæf­ur til að fram­kvæmda rann­sókn­ina enda sé móður­bróðir hans í stjórn Íslenska gáma­fé­lags­ins hf.

„Það fé­lag er einn helsti keppi­naut­ur SORPU og hef­ur haft al­veg sér­stakt horn í síðu SORPU svo árum skipt­ir. Meira að segja vann fé­lagið gegn því að útboð vegna gas- og jarðgerðar­stöðvar­inn­ar færu fram í eðli­leg­um takti.“

Þá seg­ir hann að aðdrag­andi og meðferð stjórn­ar í mál­inu gegn hon­um hafi verið í skötu­líki. Hon­um hafi verið veitt­ur lög­bund­inn and­mæla­frest­ur en aðeins í orði kveðnu. Hann hafi ekki fengið öll gögn máls­ins af­hent og að ásetn­ing­ur stjórn­ar­inn­ar að ganga gegn hans rétti hafi verið ein­beitt­ur.

Heimild: Mbl.is