Home Fréttir Í fréttum Landsbankans að svara um ágæti höfuðstöðva

Landsbankans að svara um ágæti höfuðstöðva

123
0
Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fjármálaráðherra segir að það sé Landsbankans að svara hvort bygging nýrra höfuðstöðva sé góð ráðstöfun. Bankinn verði hins vegar að uppfylla eigin kröfur um ávöxtun.

Stjórnarformaður bankans tilkynnti fyrir helgi að kostnaður við nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn verði 1,8 milljarði króna dýrari en upphaflega var áætlað.

<>

Reyndist kostnaðurinn meiri þegar búið var að leggja mat á tillögur sem bárust um hönnun hússins og er áætlaður heildarkostnaður nú 11,8 milljarðar króna.

Hins vegar áætlar Landsbankinn að árlegur sparnaður bankans vegna hússins nemi um hálfum milljarði króna.

„Bankinn þarf auðvitað að svara fyrir það hversu góð ráðstöfun þetta er vegna þess að hann er með ákveðnar kröfur um ávöxtun á eigið fé og það verður að samræmast þeim markmiðum sem bankinn setur um ávöxtun á þeim fjármunum sem eru bundnir í bankanum hvernig hann hagar sínum fjárfestingum, þar á meðal uppbyggingu höfuðstöðva og annað þess háttar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Heimild: Ruv.is