Home Fréttir Í fréttum Tókst að byggja sjúkra­hús á 8 dög­um

Tókst að byggja sjúkra­hús á 8 dög­um

271
0
Sjúkra­húsið er nú full­búið 1.000 rúm­um og 1.400 heil­brigðis­starfs­menn hafa verið flutt­ir á svæðið. AFP

Annað af tveim­ur sjúkra­hús­um sem Kín­verj­ar réðust í bygg­ingu á í borg­inni Wu­h­an, þar sem kór­óna­veir­an á upp­tök sín, er til­búið til notk­un­ar.

<>

Aðeins tók átta daga að byggja Huos­hens­h­an-sjúkra­húsið, en þar eru 1.000 rúm til­bú­in fyr­ir sjúk­linga þegar það verður opnað á morg­un.

Um 1.400 heil­brigðis­starfs­menn úr hern­um, með reynslu af smit­sjúk­dóm­um, hafa verið flutt­ir á svæðið og munu starfa á sjúkra­hús­inu.

Yfir 14 þúsund manns hafa smit­ast af veirunni og yfir 300 lát­ist, lang­flest­ir í Kína. Veir­an hef­ur greinst í 24 lönd­um, þar á meðal Svíþjóð og Bretlandi, en aðeins eitt dauðsfall hef­ur átt sér stað utan Kína.

44 ára kín­versk­ur karl­maður lést á Fil­ipps­eyj­um í dag eft­ir að hafa greinst með veiruna.

Nokk­ur ríki hafa ákveðið að loka landa­mær­um sín­um fyr­ir út­lend­ing­um sem ný­lega hafa dvalið í Kína, og einnig ráðlagt þegn­um sín­um að forðast að ferðast þangað.

Þá stefna G7-rík­in á að funda í byrj­un vik­unn­ar til að sam­ræma aðgerðir sín­ar við að reyna að hefta út­breiðslu veirunn­ar.

Heimild: Mbl.is