Home Fréttir Í fréttum Tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar verði í nú­ver­andi veg­stæði

Tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar verði í nú­ver­andi veg­stæði

94
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­ráð Hafn­ar­fjarðarbæj­ar samþykkti á fundi sín­um í gær að hefja vinnu við breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar vegna tvö­föld­un­ar Reykja­nes­braut­ar á nú­ver­andi veg­stæði, frá Krýsu­vík­ur­vegi að mörk­um Sveit­ar­fé­lags­ins Voga, í stað þess að færa braut­ina eins og aðal­skipu­lag Hafn­ar­fjarðarbæj­ar ger­ir ráð fyr­ir.

<>

„Þetta er mjög stórt skref og það er mjög mik­il­vægt að þessi kafli klárist,“ seg­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, í sam­tali við mbl.is.

Þarna hafa orðið nokk­ur al­var­leg um­ferðarslys á und­an­förn­um árum. Nú síðast lét pólsk­ur maður lífið þegar fólks­bif­reið og snjóruðnings­tæki skullu sam­an 12. janú­ar sl. í Straums­vík.

Ákvörðunin er byggð á niður­stöðum skýrslu Vega­gerðinn­ar og verk­fræðistof­unn­ar Mann­vits þar sem lagt er til að tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar við ál­verið í Straums­vík verði í nú­ver­andi legu veg­ar­ins. Sá kost­ur verði val­inn til frek­ari úr­vinnslu enda ódýr­ast­ur.

Mál sem þolir enga bið
„Þetta mál þolir enga bið og þegar við feng­um niður­stöður þess­ar­ar út­tekt­ar Vega­gerðar­inn­ar og að það munaði næst­um helm­ingi í kostnaði og yrði líka mun fljót­legra út frá ýms­um um­hverf­isþátt­um í að halda veg­in­um þar sem hann er og tvö­falda hann átt­um við fund með ál­ver­inu þar náðist sam­komu­lag um það að fara þessa leið,“ seg­ir Rósa.

Á fund­in­um, sem fram fór á föstu­dag, var ákveðið að bæði bær­inn og ál­verið muni leggja sitt af mörk­um til að ljúka megi tvö­föld­un braut­ar­inn­ar frá gatna­mót­un­um við Krýsu­vík að Hvassa­hrauni á fyrsta tíma­bili sam­göngu­áætlun­ar, það er 2019 til 2023, en fram­kvæmd­in er sem stend­ur á öðru tíma­bili, 2025-2029.

Rósa seg­ir yf­ir­lýs­ingu Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra frá því fyrr í þess­um mánuði einnig hafa skipt sköp­um. Ráðherra sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið 17. janú­ar að hag­kvæm­ast væri að breikka Reykja­nes­braut í nú­ver­andi veg­stæði og mætti þá hugs­an­lega flýta fram­kvæmd­um, þannig að þær gætu haf­ist eft­ir tvö ár í stað sex.

Ákvörðun um aðal­skipu­lags­breyt­ingu verður nú vísað til staðfest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Ferlið mun taka nokkra mánuði. „Sam­hliða því mun­um við vera í þess­um viðræðum við ál­verið um ákveðin svæði og mun­um halda áfram góðu sam­tali við Vega­gerðina og ráðherra um að reyna að leita allra leiða til að fá þessu flýtt svo við get­um farið að sjá fram á það að þessi fram­kvæmd fari fram hið fyrsta,“ seg­ir Rósa.

Óljóst með stækk­un ál­vers­ins
Færsla á Reykja­nes­braut vegna tvö­föld­un­ar var færð inn í aðal­skipu­lag á sín­um tíma vegna áforma ál­vers­ins í Straums­vík um stækk­un. Hafn­f­irðing­ar höfnuðu stækk­un í íbúa­kosn­ingu árið 2007. Rósa seg­ist ekki geta svarað því hvort ál­verið hafi fallið frá hug­mynd­um um stækk­un, for­send­urn­ar séu hins veg­ar breytt­ar.

„En við vor­um sam­mála um að þetta er ör­ygg­is­mál sem þolir ekki bið. Breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi verðum við að vinna í nánu sam­starfi við ál­verið í Straums­vík af því að að fyr­ir­tækið hef­ur gert ráð fyr­ir svæðinu í sinni framtíðar­sýn. Við þurf­um að tryggja þeirra at­hafna­svæði þó að það breyt­ist aðeins.“

Rósa seg­ir að tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar á þess­um kafla sé mjög aðkallandi og að stigið hafi verið stórt skref með samþykkt á breyt­ingu aðal­skipu­lags bæj­ar­ins. „Það er mjög aðkallandi að fara í þessa tvö­föld­un og það það er vilji beggja aðila að leysa þenn­an hnút og það náðist þarna. Okk­ur ber sem ábyrg­um aðilum að leysa mál­in og nú þarf að klára út­færsl­una í góðri sátt og vit­um að það mun tak­ast.“

Heimild: Mbl.is