Home Fréttir Í fréttum KEA hættir við byggingu hótels

KEA hættir við byggingu hótels

113
0
Tölvuteiknuð mynd. Hafnarstræti 80 á Akureyri

KEA mun ekki byggja hótel á lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri eins og áætlað var. Lóðinni hefur verið skilað aftur til bæjaryfirvalda.

<>

Þetta kemur fram á vef Vikudags.
Áformað var að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti en Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir í samtali við Vikudag að ekki hafi skapast skilyrði fyrir því að áform félagsins á lóðinni gangi eftir eins og lagt var upp með.

Haft er eftir honum á vef Vikudags að bæjaryfirvöld á Akureyri hafi í haust ekki viljað veita félaginu frekari frest til að bíða betri ytri skilyrða til þess að hefja framkvæmdir á lóðinni og því ekki annað að gera en að skila lóðinni.

Heimild: Kaffid.is