Home Fréttir Í fréttum Góður taktur í framkvæmdum við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut

Góður taktur í framkvæmdum við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut

289
0
Nýr Landspítali Skjáskot af YouTube myndbandi þeirra

Hér er farið yfir helstu hápunkta í framkvæmdum við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut.

<>

Viðmælandi okkar er Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri hjá NLSH ohf. Við sögu koma ný undirgöng, bílastæði, atvinnuauglýsingar og góður taktur í jarðvinnu og öðrum framkvæmdum.

Meðal verkefna augnabliksins má nefna ný undirgöng undir Snorrabraut og fyrsta áfanga Burknagötu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Undirgöngin mynda þægilega tengingu við bílastæði Landspítala kringum Læknagarð og fyrir framan eldri byggingar spítalans.

Jafnframt er rætt hvernig 95% uppgraftrar úr grunni nýja meðferðarkjarnans eru nú að baki og sömuleiðis um helmingur af uppgreftri úr grunni bílastæðakjallara undir Sóleyjartorgi, en hann verður sunnan við elstu byggingu spítalans.

Áætlað er að ljúka allri þessari jarðvinnu í mars, enda fara af stað útboð til uppsteypu kjarnans í febrúar, en hún á að hefjast

í sumar.

 

Komið er inn á að umfangsmikil jarðvinna á sér nú stað við Eirberg og byggingar geðdeildar þar sem unnið er að talsverðri lækkun lands. Við þetta hverfur allnokkur fjöldi bílastæða á því svæði, en á móti kemur fjöldi nýrra bílastæða kringum Læknagarð og Umferðarmiðstöð BSÍ.

Þess má að endingu geta að NLSH auglýsti nýverið eftir mannskap í sérfræðiteymi sitt til að hafa yfirumsjón með stýringu þess fyrir hönd verkkaupa.

Heimild: Landspítali