Home Fréttir Í fréttum Óska eftir heimild til þróunar á stórum byggingareit í Reykjanesbæ

Óska eftir heimild til þróunar á stórum byggingareit í Reykjanesbæ

318
0
Mynd: RÚV

Smáragarður ehf. hefur óskað eftir heimild frá Reykjanesbæ til að þróa reit sunnan Aðalgötu sem skilgreindur er í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem VÞ2.

<>

Hugmyndir Smáragarðs ganga út á að á svæðinu verði tvær lóðir þar sem á aðra þeirra komi byggingavöruverslun, en fyrirtækið sem heldur meðal annars utan um fasteignir BYKO um land allt á um 2.500 fermetra af atvinnuhúsnæði á Suðurnesjum.

Á svæðinu er gert ráð fyrir rýmisfrekum verslunar- og þjónustubyggingum en heimilt er að byggja allt að fjórar hæðir þar sem aðstæður leyfa.

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar kynnti drög að samkomulagi Smáragarðs ehf. og Reykjanesbæjar á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs á dögunum og samþykkti ráðið samninginn fyrir sitt leyti og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Heimild: Sudurnes.net