Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við stærstu bygginguna að hefjast

Framkvæmdir við stærstu bygginguna að hefjast

461
0
Mynd: Skjáskot af Ruv.is

Stefnt er að því að byrja að steypa stærstu byggingu nýs Landspítala í vor.

<>

Fimm fyrirtæki sækjast eftir verkinu og er áætlað að um 200 starfsmenn komi að því þegar mest lætur.

Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin á spítalasvæðinu, alls 70 þúsund fermetrar.

Er hann hugsaður sem bráða- og háskólasjúkrahús sem verður tengt öðrum byggingum neðanjarðar.

Í dag var tilkynnt að öll fimm verktakafyrirtækin sem sækjast eftir verkinu hafa bæði fjárhagslegt og tæknilegt bolmagn til að annast framkvæmdina.

Þetta eru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, ÞG verktakar og Rizzani de Eccher og Þingvangur.

Þetta þýðir að framkvæmdir eru rétt handan við hornið.

Tekur tvö og hálft ár að steypa upp
„Við erum að stefna á að uppsteypan geti hafist núna í vor, apríl maí.

Fara út með uppsteypuútboðið í byrjun næsta mánaðar þannig að þá liggur fyrir hvaða verktaki hlýtur það verk svona í lok mars, byrjun apríl og svo strax í framhaldi af því getum við byrjað.

Það má gera ráð fyrir að þessi uppsteypa taki tvö og hálft ár, ég held að það sé nokkuð nærri lagi,“ segir Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri hjá Nýjum Landspítala.

Er áætlað að um 200 manns muni starfa við að steypa upp þegar mest lætur.

Ef allt gengur eftir ætti starfsemi í meðferðarkjarnanum að geta hafist árið 2025.

Mikið inngrip í starfsemina
Byrjað var að grafa fyrir grunninum í ágúst 2018 hafa verið keyrðir rúmlega 300 þúsund rúmmetrar af efni af byggingasvæðinu.

Efnið er keyrt á Laugarnestanga þar sem Faxaflóahafnir hyggjast reisa nýjar höfuðstöðvar.

Framkvæmdunum fylgir vissulega mikil röskun á spítalastarfsemi en Ásbjörn segir þær þó hafa gengið vonum framar.

„Þetta er auðvitað mikið inngrip í þessa starfsemi, við þessa viðkvæmu starfsemi sem hérna er en starfsfólkið og sjúklingarnir hafa tekið þessu alveg ótrúlega vel.“

Heimild: Ruv.is