Home Fréttir Í fréttum ÍAV lýkur breikkun Suðurlandsvegar milli Varmár og Gljúfurholtsár

ÍAV lýkur breikkun Suðurlandsvegar milli Varmár og Gljúfurholtsár

235
0
Mynd: ÍAV

ÍAV lauk í nóvember sl. framkvæmdum við breikkun á 2,5 km kafla Suðurlandsvegar, milli Varmár og Gljúfurholtsár, í 2+1 ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallarveg og Ölfusborgarveg.

<>

Einnig var í verkinu gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar sem liggur norðan Suðurlandsvegar frá Ölfusborgarvegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegar sem liggur sunnan Suðurlandsvegar frá Vallavegi að Ásnesi.

Til viðbótar við vegaframkvæmdir var einnig unnið að breikkun brúar við Varmá, uppsetning nýrra reiðganga og endurnýjun á veitulögnum. Verkkaupi er Vegagerðin.

Heimild: IAV.is