Þau fimm fyrirtæki sem skiluðu inn þátttökubeiðni vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut hafa öll verið metin hæf til að taka þátt í útboði vegna uppsteypunnar.
Kröfur voru gerðar um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NLHS ohf.

Engin takmörkun var á fjölda bjóðenda í forvalinu en þau fyrirtæki sem skiluðu þátttökubeiðni og voru metin hæf eftir yfirferð forvalsgagna hjá Ríkiskaupum eru: Eykt ehf., Íslenskir aðalverktakar hf., Ístak hf., ÞG verktakar ehf. og fyrirtækjahópurinn Rizzani De Eccher Island S.P.A, Rizzani De Eccher Ísland ehf. og Þingvangur ehf.
Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin á skipulagsreit Hringbrautarverkefnisins og í henni kemur þungamiðja starfsemi Landspítalans til með að vera.

Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Heimild: Mbl.is