Home Fréttir Í fréttum Öll fyr­ir­tæk­in hæf til að byggja nýj­an Land­spít­ala

Öll fyr­ir­tæk­in hæf til að byggja nýj­an Land­spít­ala

317
0
Mikið magn steypu mun þurfa fyr­ir nýj­an meðferðar­kjarna. Ljós­mynd/​Aðsend

Þau fimm fyr­ir­tæki sem skiluðu inn þátt­töku­beiðni vegna upp­steypu á nýj­um meðferðar­kjarna við Hring­braut hafa öll verið met­in hæf til að taka þátt í útboði vegna upp­steyp­unn­ar.

<>

Kröf­ur voru gerðar um fjár­hags­legt og tækni­legt hæfi.
Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá NLHS ohf.

Meðferðar­kjarn­inn mun verða þunga­miðjan í starf­semi Land­spít­al­ans. Ljós­mynd/​Aðsend

Eng­in tak­mörk­un var á fjölda bjóðenda í for­val­inu en þau fyr­ir­tæki sem skiluðu þátt­töku­beiðni og voru met­in hæf eft­ir yf­ir­ferð for­vals­gagna hjá Rík­is­kaup­um eru: Eykt ehf., Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar hf., Ístak hf., ÞG verk­tak­ar ehf. og fyr­ir­tækja­hóp­ur­inn Rizz­ani De Eccher Is­land S.P.A, Rizz­ani De Eccher Ísland ehf. og Þingvang­ur ehf.

Meðferðar­kjarn­inn er stærsta bygg­ing­in á skipu­lags­reit Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins og í henni kem­ur þunga­miðja starf­semi Land­spít­al­ans til með að vera.

Horft yfir Hring­braut. Ljós­mynd/​Aðsend

Meðferðar­kjarn­inn er hugsaður út frá starf­semi bráða- og há­skóla­sjúkra­húss, með áherslu á ein­falt og skýrt fyr­ir­komu­lag ásamt greiðum leiðum milli starf­sein­inga.

Heimild: Mbl.is