Home Fréttir Í fréttum Ekkert fékkst upp í kröfur í röð gjaldþrotamála

Ekkert fékkst upp í kröfur í röð gjaldþrotamála

231
0
Kísilveri United Silicon var lokað í september 2017. Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Skiptum er lokið í félaginu Kísill Ísland ehf. og ekkert fékkst upp í kröfur.

<>

Kröfum upp á 45 milljónir króna var lýst í búið, en skiptum lauk í desember, að því er fram kemur í Lögbirtingarblaðinu.

Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu á vef sínum.

Þar kemur fram að félagið hafi verið stærsti hluthafi United Silicon þegar félagið hóf starfsemi en Arion banki tók hlutinn yfir og gekk að veðum sínum í félaginu eftir að kísilverið fór í greiðslustöðvun árið 2017.

Þetta er þriðja félagið tengt United Silicon sem lauk skiptum í desember.
Kíslil III slhf. lauk skiptum í byrjun desember.

Félagið var næst stærsti hluthafi United Silicon þegar félagið fór í greiðslustöðvun, og var að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða og Arion banka, sem fjárfestu í kísilverinu. 731 milljónum var lýst í búið en ekkert fékkst upp í kröfur.

Þá lauk skiptum í félaginu Brimstone ehf., þann 4. desember, sem var í eigu Magnúsar Garðarssonar, stofnanda United Silicon.

Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur en þær námu 628 milljónum króna.

Heimild: Sudurnes.net