Home Fréttir Í fréttum Ein­býl­is­hús víkja fyr­ir þétt­ari byggð

Ein­býl­is­hús víkja fyr­ir þétt­ari byggð

209
0
Reit­ur­inn. Ein­býl­is­hús víkja fyr­ir blokk­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fjár­fest­ar hafa keypt að minnsta kosti 17 ein­býl­is­hús á svæðinu í kring­um Kópa­vogs­skóla.
Þar af hafa þeir keypt 8 ein­býl­is­húsalóðir við Skólatröð og Álftröð en reit­ur­inn er mitt á milli Kópa­vogs­skóla og Mennta­skól­ans í Kópa­vogi.

<>

Á reitn­um verður heim­ilt að byggja allt að 180 íbúðir.

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, seg­ir upp­kaup­in á viðkom­andi reit hafa haf­ist fyr­ir þrem­ur til fjór­um árum.

„Nú er þetta komið í ferli. Málið er búið að fá forkynn­ingu og er á leið í aug­lýs­ingu. Viðkom­andi sendi inn er­indi í skipu­lags­ráð að lausn fyr­ir blett­inn sem er að mörgu leyti mjög vel út­færð og tek­ur að ein­hverju marki til­lit til byggðar sem fyr­ir er,“ seg­ir Ármann

Heimild: Mbl.is