Home Fréttir Í fréttum Stefna á að byggja yfir 400 íbúðir í næsta áfanga Hlíðarhverfis í...

Stefna á að byggja yfir 400 íbúðir í næsta áfanga Hlíðarhverfis í Reykjanesbæ

487
0
Teikning: Arkís arkitektar

Miðland ehf., sem er alfarið í eigu Byggingarfélags Gunnars og Gylfa, BYGG, áætlar að byggja 408 íbúðir á bilinu 55-150 fermetrar að stærð í nýjum áfanga Hlíðarhverfis.

<>

Félagið hefur þegar byggt upp fyrsta áfanga hverfisins.

Drög að deiliskipulagi svæðisins voru kynnt Umhvefis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar á dögunum og tók ráðið vel í hugmyndir fyrirtækisins, en tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að nýr 900 fermetra leikskóli verði byggður innan hverfisins.

Þá er lögð áhersla á að gangandi og hjólandi vegfarendur séu í forgangi fyrir bílum. Hannað verður fjölbreytt útivistarsvæði fyrir fólk á öllum aldri og áhersla lögð á aðgengi fyrir alla og algilda hönnun í almenningsrýmum.

Tillögurnar má sjá hér.

Heimild: Sudurnes.net