Home Fréttir Í fréttum Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu

Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu

260
0
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu. Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur. Aðsend mynd

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.

<>

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu hefur skipað hönn­un­arteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borg­ar­línu. Hönn­una­s­rteymið mun vinna frum­drög að fyrstu fram­kvæmdum Borg­ar­línu.

Um er að ræða tvær fram­kvæmda­lotur sem alls munu verða um 13 kíló­metr­ar. Hamra­borg – Hlemmur og Ártún – Hlemm­ur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu til­lögur verði til­búnar í vor.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Borg­ar­línu.
Hrafn­kell Ásólfur Proppé, verk­efna­stjóri Borg­ar­línu, segir það vera einkar ánægju­legt að ná þessu hönn­un­arteymi sam­an, allt sé þetta úrvals fólk og til­búið í verk­efn­ið. „Þegar afrakst­ur­inn liggur fyrir í vor þá mun fólks átta sig betur á hvernig Borg­ar­línan mun hafa jákvæðar breyt­ingar á borg­ar­um­hverfið með bættum aðstæðum fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, gang­andi og hjólandi.

Jafn­framt mun á þeim tíma liggja fyrir til­laga að leið­ar­kerfi, grein­ing á vagna­kostum m.t.t. lofts­lags­mála, grein­ing á rekst­ar­kostn­aði og mat á hag­rænum sem sam­fé­lags­legum þátt­u­m.“

Sam­kvæmt Borg­ar­línu mun hönn­un­arteymið heyra undir Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Erlendir ráð­gjafar frá BRT­Plan munu veita hönn­un­arteym­inu sér­fræði­ráð­gjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa.

Þá kemur fram í til­kynn­ing­unni að BRT­PLan starfi í New York í Banda­ríkj­unum og hafi fyr­ir­tækið komið að skipu­lagi og fram­kvæmdum kerfa í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku, Asíu, Afr­íku og Evr­ópu.

Við hönnun verði horft til sam­gangna, upp­bygg­ingar hús­næðis og mann­lífs. Leitað hafi verið til íslenskra verk­fræði­stofa og sveit­ar­fé­lag­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eftir sér­fræð­ingum í hönn­un­arteymið sem er skipað eft­ir­far­andi sér­fræð­ing­um.

Hönnunarteymi Borgarlínu Mynd: Borgarlina.is

Hönn­un­arteymi Borg­ar­línu er sem hér seg­ir: Hall­björn R. Hall­björns­son, Vega­gerð­inni, Krist­inn H. Guð­bjarts­son, Ver­kís, Ingólfur Ing­ólfs­son, Hnit, Svan­hildur Jóns­dótt­ir, VSÓ, Stefán Gunnar Thors, VSÓ, Edda Ívars­dótt­ir, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hrafn­kell Ásólfur Próppé, Verk­efna­stofu Borg­ar­línu (VB).

Neðri röð: Birkir Ingi­bjarts­son, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hildur Inga Rós Raffn­söe, Umhverf­is­svið Kópa­vogs, Walter Hook BRT­Pl­an. Bryn­dís Frið­riks­dóttir og Lilja G. Karls­dóttir báðar frá VB.

Heimild: Kjarninn.is