Home Fréttir Í fréttum Verk­tak­ar fá skjól í fjölda­hjálp­armiðstöð

Verk­tak­ar fá skjól í fjölda­hjálp­armiðstöð

427
0
Krist­inn Krist­ins­son, verk­stjóri hjá Munck, í fjölda­hjálp­armiðstöðinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á fimmta tug starfs­manna verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Munck mun dvelja í fjölda­hjálp­armiðstöðinni í grunn­skól­an­um á Dal­vík í nótt. Krist­inn Krist­ins­son verk­stjóri er einn þeirra.

<>

Hann seg­ir að starfs­menn­irn­ir vinni all­ir við að reisa fisk­verk­smiðju niðri á bryggju og hafi haldið þar til í vinnu­búðum sem séu kynt­ar með raf­magni.
„Við erum bún­ir að vera straum­laus­ir síðan klukk­an átta á þriðju­dags­morg­un,“ seg­ir Krist­inn og viður­kenn­ir að það hafi verið kær­komið að kom­ast inn í hlýj­una.

Vinnu­búðir Munck eru við bryggj­una, en Krist­inn seg­ir að mesta furða sé hve vel þær sluppu úr óveðrinu. „Það var mjög mik­ill sjógang­ur þarna og sjór­inn kom­inn vel yfir kant­inn á tíma­bili.“

Nótt­in ætti að vera sú síðasta í fjölda­hjálp­armiðstöðinni, en Krist­inn seg­ir að starfs­menn­irn­ir hafi nú orðið sér úti um raf­stöðvar sem þeir muni nota til að koma hita og raf­magni á búðirn­ar.

Heimild: Mbl.is