Home Fréttir Í fréttum Stærsta hús­fé­lag lands­ins stofnað á Hlíðar­enda

Stærsta hús­fé­lag lands­ins stofnað á Hlíðar­enda

295
0
Fram­kvæmd­ir hóf­ust á Hlíðarfæti í júní 2018. Sala íbúða er haf­in og kauptil­boð eru kom­in í tæp­lega helm­ing þeirra 120 eigna sem komn­ar eru í sölu.

Stærsta ein­staka hús­fé­lag lands­ins, með flest­um íbúðum/​ein­ing­um, hef­ur verið stofnað af fyr­ir­tæk­inu Eignaum­sjón hf. fyr­ir fram­kvæmda­fé­lagið Hlíðarfót ehf.

Hlíðarfót­ur er með 191 íbúð í smíðum í 11 sam­tengd­um bygg­ing­um á F-reit á Hlíðar­enda und­ir merk­inu 102reykja­vik.is. Í til­kynn­ingu frá Eignaum­sjón seg­ir að til­gang­ur hús­fé­lags­ins sé að ann­ast rekst­ur sam­eign­ar fjöleign­ar­húss­ins á F-reitn­um og verður það rekið í deilda­skiptu heild­ar­fé­lagi sem nær til allra 10 mats­hluta húss­ins, þar á meðal stiga­ganga, ytra byrðis húss­ins, sam­eig­in­legr­ar bíla­geymslu og lóðar.

„Við telj­um það mik­inn kost að selja og af­henda nýj­um eig­end­um íbúðirn­ar með hús­fé­lags­mál­in í föst­um skorðum frá byrj­un,“ seg­ir ,Sig­urður Lár­us Hólm, fram­kvæmda­stjóri Hlíðarfót­ar, í til­kynn­ing­unni.

Fjár­mál, fund­ir og fleira
Þjón­usta Eignaum­sjón­ar við hús­fé­lagið fel­ur í sér hefðbundna fjár­mála-, funda- og rekstr­arþjón­ustu ásamt hús­um­sjón, sem er ný­leg viðbót­arþjón­usta hjá Eignaum­sjón fyr­ir rekstr­ar- og hús­fé­lög. Hún felst í reglu­bundnu eft­ir­liti með um­hirðu og ástandi sam­eign­ar –
inn­an­húss sem utan.

Daní­el Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Eignaum­sjón­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fyr­ir­tækið sé með um 70% hlut­deild á markaðnum. Það hafi verið stofnað árið 2001 og starfi um allt land.

Hann seg­ir að sú breyt­ing hafi orðið á starf­semi Eignaum­sjón­ar fyrr á þessu ári að fé­lagið hafi tekið við rekstri Húsa­stoðar, sem veiti svipaða þjón­ustu. „Það eru meira en 500 hús- og rekstr­ar­fé­lög með hátt í 13 þúsund íbúðum/​eign­um í dag­legri þjón­ustu hjá skrif­stofu fé­lag­anna tveggja á Suður­lands­braut 30 í Reykja­vík,“ seg­ir Daní­el.

„Um­sjón með hús­fé­lög­um um íbúðar­hús­næði er um 80% af okk­ar starf­semi en um 20% starf­sem­inn­ar snúa að at­vinnu­hús­næði.“

Daní­el Árna­son fram­kvæmda­stjóri Eignaum­sjón­ar. Ljós­mynd / Krist­inn Ingvars­son

Efsta­leitið og Skugga­hverfið
Meðal annarra eigna sem fé­lagið er með í viðskipt­um eru ný fjöl­býl­is­hús, eins og þau sem eru á Efsta­leit­is­reitn­um, í Skugga­hverf­inu og á Ásbrú í Reykja­nes­bæ.

Þá hafi íbúðafé­lagið Bjarg ný­verið gert sam­komu­lag við Eignaum­sjón um að hafa um­sjón með þeim íbúa­fé­lög­um sem í þeirra hús­um verða starf­rækt.

„Áhersla okk­ar til framtíðar er að mæta vax­andi þörf­um eig­enda fast­eigna með góðri þjón­ustu og skil­virk­um lausn­um sem byggj­ast á gagn­sæi upp­lýs­inga og um­hverf­i­s­væn­um gild­um,“ seg­ir Daní­el en 23 starfs­menn starfa nú hjá fé­lag­inu, auk fjölda verk­taka sem vinna hluta­störf.

Heimild: Mbl.is

Previous articleOpnun verðfyrirsp. Héðinsreitur. Breytingar á götum og svæðum
Next articleÍsafjörður: Framkvæmt fyrir 1 milljarð króna