Home Fréttir Í fréttum Nýtt og glæsilegt íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar

Nýtt og glæsilegt íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar

70
0

Nýtt og glæsilegt íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar verður tekið í notkun laugardaginn 11. apríl næstkomandi. Afgreiðsla fyrir sundlaugina og íþróttahúsið færist á einn stað, í nýja mannvirkið. Þar eru einnig búningsklefar fyrir sundlaugina og íþróttahúsið. Um leið verður líkamsræktarstöðinni í gömlu sundlauginni lokað næstu fjórar til sex vikurnar vegna stækkunar á líkamsræktaraðstöðunni en þær framkvæmdir eru á vegum Gymheilsu.
Sundlaugin verður lokuð föstudaginn 10. apríl vegna flutninga á afgreiðslunni í nýja mannvirkið en starfsemi íþróttahússins verður óbreytt þann dag.

<>

Aðalinngangur nýja íþróttamannvirkisins er sunnan megin, þ.e. við Austurveg. Búið er að hanna torg við íþróttamiðstöðina en farið verður í þær framkvæmdir með vorinu og verður torgið væntanlega tilbúið í ágúst og er þá stefnt að formlegri vígslu hússins. Meginmarkmið hönnunar á torginu er að skapa aðlaðandi og fjölnota aðkomu að nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkur.

Aðalinngangur í nýja félags- og skrifstofuaðstöðu UMFG og Kvenfélags Grindavíkur verður í suðaustur horni byggingarinnar við Austurveg.

Heimild: