Home Fréttir Í fréttum Rúmlega 300 íbúðir í nýju Dalshverfi

Rúmlega 300 íbúðir í nýju Dalshverfi

175
0

Deiliskipulagstillaga fyrir Dalshverfi III var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í dag.

<>

Í tilögunni er gert ráð fyrir 42 lóðum til úthlutunar undir rúmlega þrjúhundruð íbúðir. Athygli vekur að einungis er gert ráð fyrir fjórum lóðum undir einbýlishús og eru þær allar við Brekadal.

Megináhersla er lögð á gott, öruggt og fjölskylduvænt umhverfi íbúa auk þess sem reynt er að stuðla að umferðaröryggi og notalegu umhverfi.

Þá er gert ráð fyrir að gatnanet tryggi jafnt og gott flæði umferðar íbúa og þjónustuumferðar.

Heimild: Sudurnes.net