Home Fréttir Í fréttum Skipulagsráð telur ekki ráðlegt að byggja ellefu hæða hús á Oddeyrinni

Skipulagsráð telur ekki ráðlegt að byggja ellefu hæða hús á Oddeyrinni

127
0
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri byggingu á Oddeyrinni. Ekki þykir rétt að byggja eins háa byggð og áætlað hefur verið. Mynd/SS Byggir.

Skipulagsráð Akureyrar álítur, með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga að ekki sé rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar á Oddeyri.

<>

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu.

Alls bárust 36 bréf til Skipulagsráðs Akureyrar með athugasemdum, auk umsagna frá nokkrum opinberum stofnunum.

Í byrjun október samþykkti bæjarstjórn á Akureyri tillögu um breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri vegna hugmynda frá verktakanum SS Byggi sem vill byggja þar 6-11 hæða fjölbýlishús. Fyrirhugaðar byggingar hafa verið mjög umdeildar meðal bæjarbúa á Akureyri.

Settur var undirskriftalisti af stað til þar sem hátt í 700 manns rituðu nafn sitt á lista til að mótmæla háum byggingum á svæðinu.

Heimild: Vikudagur.is