Home Fréttir Í fréttum Bíl­arn­ir víkja af Hlemm­torgi fyr­ir „virk­um ferðamáta“

Bíl­arn­ir víkja af Hlemm­torgi fyr­ir „virk­um ferðamáta“

93
0
Hlemm­ur framtíðar. Þannig sjá arki­tekt­arn­ir fyr­ir sér að Hlemm­torg muni líta út. Bíl­arn­ir munu víkja fyr­ir fólki. Tölvu­mynd/​Mandaworks og DLD

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að aug­lýsa nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Hlemm og ná­grenni. Meðal ný­mæla er að í framtíðinni verður ekki hæga að aka niður Lauga­veg við Hlemm.

Bíl­arn­ir víkja „til að auka rými og aðgengi fyr­ir virka ferðamáta (gang­andi og hjólandi m.a.),“ eins og það er orðað í kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Reykja­vík­ur­borg efndi í lok árs 2017 til hug­mynda­leit­ar Hlemmsvæðis­ins. Þrem­ur arki­tekta­stof­um var boðið að taka þátt í verk­efn­inu, sem fólst í því að ímynda sér Hlemm framtíðar­inn­ar. Stof­urn­ar skiluðu til­lög­um sín­um í apríl 2018.

At­hygli vakti að í öll­um þrem­ur til­lög­un­um var ekki gert ráð fyr­ir akstri bíla niður Lauga­veg við Hlemm, eins og verið hafði í ára­tugi.

Reykja­vík­ur­borg upp­lýsti á þess­um tíma­punkti að eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um það í borg­ar­kerf­inu að breyta sam­göngu­skipu­lagi við Hlemm og ná­grenni. Framtíðar­skipu­lag um­ferðar­mála yrði út­fæst í vinnu við nýtt deili­skipu­lag.

Til­lög­ur arki­tekta­stof­anna Mandaworks og DLD voru vald­ar til áfram­hald­andi þró­un­ar­vinnu við Hlemm fyr­ir end­ur­hönn­un svæðis­ins og gerð nýs deili­skipu­lags, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi áform í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is

Previous article07.01.2020 Glerskipti vegna skemmdarverka eða viðhald
Next articleSkipulagsráð telur ekki ráðlegt að byggja ellefu hæða hús á Oddeyrinni